Grænt var yfir viðskiptum dagsins á Aðalmarkaði Kauphallar Nasdaq á Íslandi. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 8,6 milljörðum króna, en langmest velta var með bréf Arion banka. Nam heildarvelta viðskipta með bréf félagsins 4,9 milljörðum króna og hækkaði gengi bréfanna fyrir vikið um 3,23%.

OMXI10 úrvalsvísitalan hækkaði um 2,27% í viðskiptum dagsins og stendur í 2.760,94 stigum.

Hlutabréf Arion banka hækkuðu mest í viðskiptum dagsins. Næstmest hækkuðu bréf Marels, eða um 2,79% í 1,2 milljarða króna veltu.

Gengi fimm félaga lækkaði í viðskiptum dagsins. Mest lækkaði gengi hlutabréfa TM, eða um 2,68% í aðeins 3 milljóna króna veltu. Gengi hinna fjögurra félaganna lækkaðu um innan við 1%.