Gríðarlega mikil viðskipti hafa verið með bréf í Högum í morgun, eða fyrir 4,9 milljarða króna. Gengi bréfanna stendur nú í 42 á hlut. Ekki hefur borist tilkynning um það hver stendur að baki viðskiptunum.

Fjórir stærstu hluthafarnir í félaginu eru Gildi – lífeyrissjóður með 10,32% hlut, A-deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins með 8,84% hlut, Hagamelur ehf. með 7,86% hlut og Stefnir ÍS 15 með 6,95% hlut. Aðrir aðilar eiga minna en 5%.

Að baki Hagamel ehf standa fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson en Stefnir ÍS 15 er sjóður í stýringu hjá Stefni, dótturfélagi Arion banka.