*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 28. nóvember 2011 17:24

Tæplega 50% aukning á sölu jólabjórs

Mun meira selt af jólabjór en á sama tíma í fyrra. Mest selst af Tuborg Christmas Brew.

Ritstjórn

Mikil sala hefur verið í jólabjór frá því að sala hófst 15. nóvember.  Alls hafa verið seldir um 206 þúsund lítrar. Til samanburðar þá voru seldir um 138 þúsund lítrar á sama tíma í fyrra, sem er aukning um 48,8%.

Frá þessu er greint á vef Vínbúðarinnar. Þar er þó tekið fram að upphaf jólabjórssölunnar er ekki það sama á milli ára. Í ár hófst salan þriðjudaginn 15. nóv. en fimmtudaginn 18. nóv. í fyrra og munar því  tveimur dögum.  Heildarsala jólabjórs í fyrra var um 370 þúsund lítrar.

Mest hefur verið selt af Tuborg Christmas Brew eða tæplega 81 þúsund lítrar. Þá hafa verið seldir um 45 þúsund lítrar af Víking jólabjór og um 25 þúsund lítrar af Kalda jólabjór. Loks hafa verið seldir um 19 þúsund lítrar af Egils jólagull.Stikkorð: Egils Jólabjór Kaldi Tuborg Víking