Menningarnótt
Menningarnótt
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Rúmlega 60 umsóknir bárust Landsbankanum um styrki fyrir viðburðum á Menningarnótt. Þar af hljóta tæplega fimmtíu styrk á bilinu 50.000-200.000 krónur af því er fram kemur í frétt Landsbankans.

Landsbankinn hefur verið helsti styrktaraðili Menningarnætur frá upphafi. Árið 2008 setti Höfuðborgarstofa og Landsbankinn á laggirnar samstarfsverkefni sem nefnist Menningarnæturpotturinn þar sem þátttakendur geta sótt um styrki fyrir viðburðum á hátíðinni.