Hagnaður fasteignafélagsins Reita eftir skatta nam á síðasta ári 7,7 milljörðum króna, en rekstrarhagnaður af reglulegri starfsemi var 5.9 milljarðar samanborið við 5,7 milljarðar árið á undan.

Hagnaður eftir skatta skýrist að nokkru leyti af matshækkun á eignasafni félagsins en eignasafnið var endurmetið samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Nemur matshækkun síðasta árs 8,7 milljörðum króna samanborið við matslækkun að fjárhæð 5,9 milljarða árið á undan.

Virði fjárfestingareigna var 97,7 milljarðar króna og eigið fé í árslok var 20,6 milljarðar. Eiginfjárhlutfall var 20,4%.