Mánudaginn 5. desember næstkomandi efna Reitir fasteignafélag hf. til útboðs á skuldabréfum, þar sem boðin verða út nokkrir flokkar skuldabréfa.

„Heildarstærð útboðsins getur verið allt að 7,86 milljarðar kr. að nafnvirði. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið er í hverjum flokki. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum“ segir í frétt frá Reitum um útboðið.

„Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. 1. mgr., 1. tl. a og b, 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreindra skuldabréfaflokka eru birt á vefsíðu félagsins, reitir.is/fjarfestar.“

Skuldabréfin í flokkunum REITIR151244 og REITIR151124 sem boðin verða út eru verðtryggðir með jöfnum greiðslum, en skuldabréfin af flokknum REITIR 22 er óverðtryggður með einni afborgun höfuðstóls eftir sex ár og vaxtagreiðslum á líftíma flokksins.