Skiptum á útgerðarfélaginu Festi ehf í Hafnarfirði er lokið. Kröfur í búið náum 7,9 milljörðum króna. Ekkert fékkst upp í almennar og eftirstæðar kröfur sem gerðar voru í búið. Um 0,5% fékkst upp í veðkröfur. 16,5 milljóna sjóveðkröfur voru greiddar sem og 71,2 milljóna króna forgangskröfur.

Þegar Festi var í rekstri gerði félagið út fimm línubáta og einn dragnótarbát, auk þess að vera með vinnslu í landi.