Ríkissjóður mun endurgreiða almenningi 7,8 milljarða á næstu dögum vegna ofgreiddra skatta.  Ríkisskattstjóri hefur nú lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga. Álagningarseðlar einstaklinga eru nú aðgengilegir á vefnum skattur.is. og mun álagningaskrá liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra 25. júlí til 8. ágúst. Álagningin 2013 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2012 og eignum þeirra í lok árs 2012. Helstu niðurstöður álagningarinnar eru eftirfarandi:

Á vefsíðu fjármálaráðuneytisins kemur fram að barnabætur eru 35% meiri nú en í fyrra og almennar vaxtabætur 1,5% minni, og samtals hækka þessar greiðslur um 0,5 milljarða króna milli ára. Auk þess mun ríkissjóður greiða 2,7 milljarða króna í barnabætur í lokagreiðslu ársins 1. nóvember næstkomandi. Heildarútborgunin 1. ágúst lækkar um 2,1 milljarð króna. sé miðað við árið 2012, þar sem sérstakar tímabundnar vaxtaniðurgreiðslur til skuldsettra heimila hafa fallið brott.

Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna árið 2013 vegna tekna árið 2012 nemur 932 ma.kr. og hefur aukist um 6,4% frá fyrra ári. Skattstofnsins var aflað af tæplega 240 þúsund einstaklingum og fjölgaði um 0,9% í þeim hópi eða um rúmlega tvö þúsund einstaklinga.

Hér má lesa meira um álagningu á einstaklinga.