Tekjur Sláturfélags Suðurlands svf. á árinu námu 10,2 milljörðum króna á síðasta ári en 9,3 milljörðum árið 2012. Hagnaður ársins nam 466 milljónum króna á árinu á móti 463 milljónum króna árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi sem var birtur í dag.

EBITDA afkoma var 1.021 milljónir króna en 980 milljónir króna árið 2012. Eiginfjárhlutfall var 51% í árslok 2013 en 50% árið áður.

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 21. mars næstkomandi. Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 13,7% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 3,7%, alls 24,7 milljónir króna eða 0,14 krónur á hvern útgefin hlut og reiknaðir 6% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 18 milljónir króna.