*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 18. febrúar 2014 16:12

Tæplega hálfs milljarðs króna hagnaður SS

Hagnaður Sláturfélags Suðurlands var svipaður á síðasta ári og árið áður.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tekjur Sláturfélags Suðurlands svf. á árinu námu 10,2 milljörðum króna á síðasta ári en 9,3 milljörðum árið 2012. Hagnaður ársins nam 466 milljónum króna á árinu á móti 463 milljónum króna árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi sem var birtur í dag. 

EBITDA afkoma var 1.021 milljónir króna en 980 milljónir króna árið 2012. Eiginfjárhlutfall var 51% í árslok 2013 en 50% árið áður.

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 21. mars næstkomandi. Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 13,7% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 3,7%, alls 24,7 milljónir króna eða 0,14 krónur á hvern útgefin hlut og reiknaðir 6% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 18 milljónir króna. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is