484,9 milljóna króna tap varð af rekstri verktakafyrirtækisins Ístaks fyrir rekstrartímabilið 1. október 2015 til 30. september 2016. Frá áramótum 2015 til 30. september 2015 tapaði félagið 204 milljónum króna. Tekjur félagsins af verksamningum námu 6.822 milljónum. Aftur á móti var framkvæmdakostnaður 6.705 milljónir á tímabilinu 2015/2016.

Eignir félagsins þann 30. september 2016 voru metnar á 4.696 milljónir og var eigið fé fyrirtækisins á sama tíma 901,6 millj- ónir. Alls skuldaði Ístak 3.794,7 milljónir í lok september 2016.

Ístak var selt til danska verktakafyrirtækisins Per Aarsleff AS árið 2015. Danska félagið á 100% hlut í Ístak. Félagið vinnur nú til að mynda á stækkun flugstöðvarinnar í Keflavík og að endurbótum á Sundhöll Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Karl Andreassen er framkvæmdastjóri félagsins.