Tæplega 7 milljarða króna afgangur varð af vöruskiptum við útlönd í maímánuði samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Í frétt á vef hennar segir að útflutningur fob hafi numið 56,6 milljörðum króna í mánuðinu og innflutningur 49,8 milljörðum. Vöruskiptin, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 6,8 milljarða króna.

Að vanda munar mestu um sjávarafurðir og iðnaðarvöru í útflutningi og í innflutningi eru hrá- og rekstrarvörur og fjárfestingarvörur veigamestu liðirnir.