Alls voru skráðir 974 nýir atvinnubílar á síðasta ári sem er umtalsverð fjölgun frá árinu 2013 þegar um 690 nýir atvinnubílar voru skráðir. Langstærsti einstaki flokkurinn innan atvinnubíla er sendibílar undir 5 tonnum.

Alls voru skráðir 839 slíkir bílar. 39 bílar 5-12 tonn að stærð voru skráðir og 96 bílar yfir 12 tonnum að stærð.

Brimborg var með flesta skráða atvinnubíla á síðasta ári, alls 264 talsins en í næstu sætum komu BL, með 228 skráða bíla, og Hekla með 196 skráða bíla.

Brimborg var sömuleiðis með hæstu markaðshlutdeild yfir alla flokka, alls 27% en í næstu tveimur sætum komu BL, 23%, og Hekla, 20%.