Bygging nýrra íbúða á Reykjavíkursvæðinu þyrfti að tvöfaldast til að hægt væri að mæta eðlilegri eftirspurn. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingarsviðs Samtaka iðnaðarins, segir í samtali við blaðið að á höfuðborgarsvæðinu séu nú 927 fokheldar og lengra komnar íbúðir, en bygging á 750 íbúðum sé skemmra á veg komin.

Friðrik segir að ástandið sé að skána á byggingarmarkaði, en lítið hafi þurft til þess. „Því það var ekkert að gerast,“ segir hann í samtali við blaðið.