Í síðasta mánuði var neysla á lamakjöti hér innanlands 48% meiri en í ágúst í fyrra eða 723 tonn í heildina. Útflutningurinn nam þar til viðbótar 225 tonnum, sem er 131% meiri en í ágúst í fyrra. Steinþór Skúlason forstjóri SS segir að markaðsátak sem nýtti fjármagn frí ríki, ónotað fé úr búvörusamningi og samsvarandi framlag sláturleyfishafa, hafa skilað sér í Morgunblaðinu.

Alls er um 300 milljónir króna að ræða, en síðan það hófst hafa verið flutt út um 800 tonn. Það gerir um 375 krónur í kostnað á hvert viðbótarkíló sem flutt var út. Steinþór segir að hluti af aukinni neyslu sé vegna aukinnar eftirspurnar ferðamanna, en hún sé ríflega 40% meiri en í ágúst 2015.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær er núna fyrst hafið að selja lambakjöt í einstaklingspakkningum á ensku fyrir erlenda ferðamenn í íslenskum matvöruverslunum, þrátt fyrir að mikil aukning hafi verið í ferðamannastraum hingað til lands á undanförnum mörgum árum.