Í byrjun júlí síðastliðinn var rétt tæpu tonni af bjór stolið úr húsi stofnunar fyrir ungmenni á Akureyri. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Í húsinu var ekkert eftirlitskerfi og talið að ljóst að þeir sem stálu þessu hafi vitað af þessum bjór. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri var rúmlega 1.900 hálfs lítra bjórdósum stolið úr húsnæðinu en um var að ræða fimm mismuandi bjórtegundir frá Viking.

Stofnunin sem um ræðir var Fjölsmiðjan á Akureyri en hún hýsir félagslegt úrræði fyrir börn og ungt fólk en forstöðumaður fj-lsmiðjunnar segir að stofnunin hafi verið að vinna að pökkun fyrir Coca Cola European Parters síðan síðasta vetur.