Skotvopn eru á 23,5% íslenskra heimila, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR . Í könnuninni, sem tók til 827 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára, var einnig spurt að því hvernig skotvopnin eru geymd. Afstöðu til þeirrar spurningar tóku 89,3% og sögðu 43,9% þeirra að vopnin væru geymd í sérútbúnum vopnaskáp.

Þá sögðu 37,2% til viðbótar að vopnin væru geymd í læstri hirslu, með eða án gikkláss eða í ólæstri hirslu en með gikklás. Að lokum sögðu 18,8% þátttakenda í könnuninni að litlar eða engar ráðstafanir væru gerðar varðandi geymslu skotvopna á heimilinu.