Airbus flugvélaframleiðandinn hefur varað flugfélög við því að enn kunni afhendingar á Airbus A380 breiðþotunni tefjast.

Airbus segir að færri vélar verði afhentar á þessu ári og því næsta en gert hafði verið ráð fyrir að sögn fréttavefs BBC.

Afhending A380 er nú tveimur árum á eftir áætlun og segir Airbus það stafa af vandálum tengdum rafmagnskerfum vélarinnar. Þá greinir Airbus frá því í tilkynningu að upphaflega hafi átt að afhenda 25 vélar og eftir það myndi framleiðslan „fara á fullt“ eins og það er orðað í tilkynningu frá félaginu.

Airbus mun afhenda 12 vélar á þessu ári en gert hafði verið ráð fyrir 13 vélum. Þá mun félagið afhenda 21 vél á næsta ári í stað þeirra 25 sem áætlað hafði verið að afhenda.

Ekki liggur ljóst fyrir hversu margar vélar verða afhendar árið 2010.