Dregist hefur að borga skuldabréf útgefin af Baugi síðustu tvenn mánaðamót, segir í frétt Morgunblaðsins.

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sagði við Morgunblaðið að um mánaðamótin september/október hefði hrun bankakerfisins tafið greiðslur. Tæknilegar orsakir hefðu orsakað þetta. Staðið hefði verið við allar skuldbindingar.

Stefán Hilmarsson fjármálastjóri fyrirtækisins segir að dráttur nú um síðustu mánaðamót hafi orsakast af því að ekki var vitað hverjir raunverulegir eigendur skuldabréfanna voru.

Þegar viðkomandi eigendur hefðu sýnt fram á eignarhald sitt á bréfunum fengu þeir skuldabréfið greitt. Þá hefðu aðrir fallist á að fresta gjalddaga, segir í fréttinni.