Það stefnir í að nokkrar tafir verði á tvíhliða skráningu Icelandair Group í kauphöllinni í Osló, eins og Viðskiptablaðið greindi nýlega frá. Upphaflega var stefnt að því að skrá félagið í Noregi í fyrrahaust en því var frestað fram á vor á þessu ári.

Sú skráning er þó mun flóknari en gert var ráð fyrir og þá helst sökum gjaldeyrishafta. Heimildir blaðsins herma að illa gangi að fá skýr svör frá Seðlabanka Íslands um það hvernig standa skuli að skráningunni.

Nánar er fjallað um málið og uppgjör Icelandair Group í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag, fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.