Tugir þúsunda gesta Delta flugfélagsins sátu fastir á flugvöllum út um allan heim í morgun. Nú er komið í ljós að tafirnar sem fréttir bárust af í morgun eru tilkomnar vegna tölvubilunar í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Segir fyrirtækið þær vera vegna rafmagnsbilunar í Atlanta.

Ættu að búast við seinkunum

„Viðskiptavinir á leiðinni á flugvöllinn ættu að búast við seinkunum og að ferðum verði aflýst,“ varaði flugfélagið í yfirlýsingu.

Varaði flugfélagið jafnframt við að það gæti verið „nokkrar tafir í réttum lýsingum á stöðu flugs á delta.com, Fly Delta appinu og frá fulltrúum Delta í síma og á flugvöllum.“

Rafmagnsbilun í Atlanta kennt um

Stafa tafirnar að sögn flugfélagsins til rafmagnsbilunar í Atlanta þar sem höfuðstöðvar flugfélagsins eru til húsa, og sagði það hafa „haft áhrif á Delta tölvukerfi og starfsemi út um allan heim, sem leiddi til tafa á flugi.“

Orkufyrirtækið í Georgíuríki í Bandaríkjunum hafnar þó að það sé ástæðan. Biluðu sjálfvirk innritunarkerfi Delta flugfélagsins svo margir gestir þurftu að skrá sig inn handvirkt.