Ákvörðun Orkustofnunar að synja kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2016-2025 hefur þegar valdið töfum á framkvæmdum hjá Landsneti. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisvið Landsnets, segir að ákvörðun Orkustofnunar um hafi komið á óvart.

tHann bendir á að reglugerðin byggi á Evróputilskipun. Í samanburði við kerfisáætlanir annarra Evrópuríkja hafi áætlun Landsnets komið vel út samkvæmt vinnu sem erlent ráðgjafafyrirtæki hafi unnið fyrir Landsnet. Erfitt sé að segja hvað hafi valdið því að Orkustofnun hafnaði kerfisáætluninni. „Er reglugerðin hjá okkur of stíf eða er það túlkun Orkustofnunar,“ spyr Sverrir. „Þetta er langítarlegasta kerfis- áætlun sem við höfum unnið. Kerfisáætlunin á síðasta ári var ekki eins ítarleg en var engu síður samþykkt,“ bendir Sverrir á. Ný reglugerð hafi verið innleidd á síðasta ári og eigi að líkindum þátt í að skýra af hverju kerfisáætluninni var hafnað.

Bitni ekki á minni verkefnum

Sverrir bendir á að Orkustofnun hafi hafnað kerfisáætluninni í heild en ekki tekið afstöðu til einstakra verkefna. Mikilvægt sé að hagsmunir vegna minni verkefna týnist ekki. „Það eru þessi einstöku verkefni þar sem mjög sérhæfðir hagsmunir eru undir sem verða fyrir barðinu á því. Það er svolítið skrítið að það er eiginlega þar sem helst verða tafir til skamms tíma,“ segir Sverrir.

Nánar er fjallað um málið í Orku & iðnaði sem kom út með Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .