Konungur Taílands, Bhumibol Adulyadej, er látinn. Hann var 88 ára ára að aldri þegar hann lést, en hann hafði ráðið ríkjum í um sjö áratugi. Hann hafði verið veikur mjög lengi.

Sonur hans, Maha Vajiralongkorn mun taka við stjórnartaumunum af föður sínum.

Bhumibol var krýndur 9. júní 1946, í kjölfar þess að bróður hans var myrtur í Bangkok.

Dauði Bhumibol hefur nú þegar valdið óvissu á Asíumörkuðum en í frétt Reuters er talið ólíklegt að dauðsfallið valdi meiriháttar efnahagslegum vandræðum.