Taívan er eini hluti Kína sem kýs leiðtoga sína á lýræðislegan hátt. Á næsta laugardag eru allar líkur á því að fyrsti kvenkyns forseti eyjunnar verði kjörinn til valda.

Skoðanakannanir segja líklegast að Tsai Ing-wen og flokkur hennar, framsækni lýðræðisflokkurinn, muni bera sigur úr býtum móti helstu andstæðingum sínum í Kuomintang-flokknum. Sá er flokkur þjóðernissinna, en Kuomintang hefur ráðið ríkjum í heil átta ár í Taívan.

Mikið álitamál í Taívan er hvort ríkið ætti að segja sig úr Kína og gerast sjálfstæð eining, en framsækni flokkur Ing-wen hefur sögulega hallast að þeim meiði fremur en framlengdri einingar. Kuomintang-flokkurinn hallast þá fremur að áframhaldandi sambandi Taívan við Kína.