Tawain og Noregur slást í hóp rúmlega 40 þjóða sem nú tilheyra AIIB. Meðal þessa 40 þjóða eru til dæmis Ástralíu, Suður-Kóreu, Bretland og Frakkland. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Bandaríkin og Japan neita bæði að gerast aðilar að bankanum þar sem löndin hafa lýst yfir áhyggjum um hvernig stjórnun hans verði háttað. Einnig hafa löndin efasemdir í garð lánastarfsemi bankans hvort hún muni fela í sér fullnægjandi öryggisráðstafanir gangvart umhverfinu og vinnuafli.

Margir trúa hinsvegar að raunverulegar áhyggjur Bandaríkjanna séu að bankinn muni ógna valdi fjármálastofnanna sem eru á þeirra valdi eins og World Bank.

AIIB munu fjármagna vegi, hafnar, járnbrautakerfi og önnur verkefni til að styrkja innviði í Asíu. Búist við að Kína verði stærsti hluthafinn.