Kína hefur tekið í notkun fyrsta sinn fjarskiptagervihnött sem ber nafnið Tiantong-01. Hnötturinn mun koma á fjarsímakefi sem kemur til með að þjónusta Kína, Mið-Austurlönd, Afríku og fleiri svæði. Þetta kemur fram í ríkisfréttum í Kína.

Gervihnötturinn var sendur útí geim rétt eftir miðnætti að staðartíma en hið ríkisrekna China Telecom mun sjá um reksturs hans frá jörðu niðri.

Samkvæmt fréttum BBC undirbúa stjórnvöld í Kína um þessar mundir einnig nýja umferð af mönnuðum geimferðum. Kína sendi sinn fyrsta geimfara út í geim árið 2003 en síðan þá hefur landið tekið stórtækum framförum í málaflokknum.