Fjögur lyfjafyrirtæki bítast nú um kaup á pólska fyrirtækinu Polfa Warszawa, sem er í eigu pólska ríkisins, og á meðal þeirra er Actavis. Salan á Polfa er hluti af einkavæðingarferli pólskra stjórnvalda og er talið að um 200 milljónir evra, 32 milljarða króna, þurfi til þess að kaupa fyrirtækið. Tilboð verður lagt fram um miðjan apríl, að lokinni áreiðanleikakönnun.

Vísir hefur eftir Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur, forstjóra Actavis á Íslandi, að sameiningin yrði fyrirtækinu mjög góð en Polfa framleiður um 150 samheitalyf.

Eins og fram kom í viðtali Viðskiptablaðsins við Claudio Albrect, forstjóra Actavis, í janúar sl. hefur fyrirtækið í kjölfar endurskipulagningar nú fjármagn til þess að vaxa og segir Guðbjörg hugsanleg kaup á Polfa vera lið í áætlunum fyrirtækisins að kaupa lyfjafyrirtæki í A-Evrópu fyrir 400-500 milljónir evra.