*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 22. maí 2013 09:45

Taka upp hugmyndir Jóns Steinars

Ný ríkisstjórn ætlar að gera grundvallarbreytingar á dómskerfi landsins.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Til stendur að gera grundvallarbreytingar á dómskerfi landsins samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fækka á Hæstaréttardómurum, sem allir munu sitja í einni deild eftir breytingarnar, og taka á upp millidómstig.

Verður ekki betur séð en að með þessu séu flokkarnir að taka upp hugmyndir Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi Hæstaréttardómara.

Í viðtali við Viðskiptablaðið í janúar lýsir hann t.d. þeirri skoðun sinni að fækka eigi Hæstaréttardómurum í fimm og að þeir eigi allir að dæma öll mál sem komi fyrir réttinn.

Álaginu, sem fjölgun Hæstaréttardómara eftir hrun átti að leysa, verði mætt með því að taka upp millidómstig, rétt eins og gert er ráð fyrir í stjórnarsáttmálanum.