*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 12. nóvember 2016 10:09

Takast óhræddir á við risana

Andri Heiðar Kristinsson og Hlöðver Þór Árnason stofnuðu á dögunum sprotafyrirtækið Travelade.

Ásdís Auðunsdóttir
Aðsend mynd

Á dögunum stofnuðu þeir Andri Heiðar Kristinsson, fyrrum þróunarstjóri hjá LinkedIn, og Hlöðver Þór Árnason, fyrrum tæknistjóri hjá Já.is, nýtt sprotafyrirtæki sem ber nafnið Travelade (www.travelade.com). Um er að ræða samfélags- og upplýsingavef (e. Social network) um ferðalög sem mun bjóða notendum upp á sérsniðnar og persónulegar upplýsingar um upplifanir á ferðalögum. Þrátt fyrir að ferðabransinn í heiminum sé stór og samkeppnin hörð, segjast þeir óhræddir við að takast á við risa á borð við TripAdvisor og Lonely Planet. Þeir segja þessi og fleiri fyrirtæki vera eftirá þegar kemur að góðu notendaviðmóti og notkun nýrrar tækni á borð við gervigreind til að persónugera upplýsingar og telja því góðan tíma til að stofna nýtt alþjóðlegt vörumerki í ferðageiranum.

Einblína á persónulegar óskir notenda

„Markmið okkar var að búa til sérhannaðan upplýsingavef fyrir ferðamenn en það sem aðskilur okkur frá öðrum slíkum er að við einblínum sérstaklega á persónulegar þarfir og óskir notenda, en það er nokkuð sem okkur þykir hafa skort á hjá öðrum sambærilegum síðum. Sem dæmi má nefna að ef ég og þú leitum okkur upplýsinga um afþreyingu í Barcelona hjá TripAdvisor þá fáum við að öllum líkindum sömu leitarniðurstöðurnar. Skiptir þá engu þó að áhugamál okkar eða markmið eru ólík. Fólk er að sjálfsögðu mjög mismunandi og sækist eftir mismunandi hlutum sem velta ef til vill á aldri, fjárhag, áhugamálum og fleira. Svo er það gjarnan mismunandi eftir hverju fólk er að leita hverju sinni. Ég er til dæmis að leita eftir öðrum hlutum þegar ég fer í rómantíska ferð með konunni minni en þegar ég fer í helgarferð með félögunum. Markmiðið með síðunni okkar er þannig að sérsníða leitarniðurstöður að þörfum hvers og eins notanda,“ útskýrirAndri.

Hjálpar við að dreifa ferðamönnum

Andri bendir á að Travelade gæti komið til með dreifa ferðamönnum betur um landið. „Það er ákveðinn „massatúrismi“ í gangi á Íslandi og víðar og það er að vissu leyti tilkomið vegna þess að þegar fólk leitar sér upplýsinga þá fá allir sömu niðurstöðurnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð. 

Stikkorð: Travelade