Japanska fyrirtækið Takata hefur farið fram á gjaldþrotaskipti bæði í Bandaríkjunum og Japan. Ástæðan er að fyrirtækið þarf að greiða milljarða dollara í skaðabótagreiðslur vegna gallaðra loftpúða sem hafa leitt til 17 dauðsfalla.

Á síðasta ári varð ljóst að innkalla þyrfti um 100 milljónir gallaðra loftpúða. Gallinn fólst í því að púðarnir blésu út með of miklu afli sem varð til þess að málm- og plastagnir skutust í andlit þeirra farþega.

Bandaríska fyrirtækið Key Safety Systems hefur tekið yfir rekstur Takata fyrir utan framleiðslu á loftpúðum.