Ráðgjafi stórs hluthafa Icelandair segir að starfsmenn flugáhafna Icelandair, það er flugmenn, flugþjónar og flugfreyjur, þurfi að taka á sig launalækkun sem næmi 50 til 60% til að forða félaginu frá gjaldþroti að því er Morgunblaðið greinir frá.

Jafnframt verði nýr kjarasamningur að gilda til fimm ára og að Icelandair geti sagt honum upp, auk annarra takmarkandi atriða sem losna þurfi við úr samningunum. Takist ekki samningar um þetta sé eini annar valkosturinn að félagið fari í gjaldþrot og verði endurreist á nýrri kennitölu svo hægt sé að skera niður fyrrnefnda kostnaðarliði.

Pistillinn Óðinn í Viðskiptablaðinu fjallaði einmitt um þennan möguleika á dögunum og benti á að laun flugmanna Icelandair hefðu verið um 30% hærri en laun flugmanna Wow á sínum tíma.