Eftir 45 daga, þann 20. mars, er risastór gjalddagi á lánum gríska ríkisins.  Þá þarf ríkið að endurgreiða 14,4 milljarða evra, rúma 2.300 milljarða króna.

Takist ekki að semja um skuldir ríkisins fyrir þann tíma mun Grikkland verða gjaldþrota. Afleiðingarnar gætu orðið verulegar og gert skuldakrísuna í Evrópu enn erfiðari viðfangs. Einnig gæti Grikkland neyðst til að yfirgefa evrusamstarfið.

Þær fréttir berast frá Evrópusambandinu í Brussel að reynt verði að ljúka við samkomulag um niðurfellingu á helmingi skulda gríska ríkisins fyrir fund fjármálaráðherra evruríkjanna sem ráðgert er að halda 23. febrúar.

Grikkland
Grikkland
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)