Óheimilt verður að greiða út arð á grundvelli reiknaðs hagnaðar samkvæmt frumvarpi  til breytinga á lögum um ársreikninga sem bíður nú afgreiðslu á Alþingi en hingað til hefur verið heimilt að færa virðisbreytingar á eignum til hagnaðar. Viðskiptablað Morgunblaðsins, Viðskiptamogginn, greinir frá þess nú í morgun.

Haft er eftir Sturlu Jónsson, endurskoðanda hjá Grant Tornton og formanni Félags löggiltra endurskoðenda að frumvarpið gæti haft þau áhrif að fasteignafélögin sem skráð eru á markað geti ekki greitt út arð til hluthafa. Getur það því haft veruleg áhrif á virði félaganna sem skráð eru á hlutabréfamarkaði.