*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Erlent 3. september 2020 12:44

Takmarka auglýsingar fyrir kosningu

Facebook vill takmarka pólitískar auglýsingar á vefnum viku fyrir forsetakosningarnar.

Ritstjórn
Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook.

Facebook hyggst hindra pólitískar auglýsingar á vefnum sínum viku fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Enn fremur mun félagið gera var við öllum staðhæfingum um sigur áður en úrslit liggja fyrir.

Aðgerðin er skref til þess að koma í veg fyrir misvísandi og rangar upplýsingar rétt fyrir kosningar. Enn fremur eiga þær að hindra uppþot í samfélaginu. Umfjöllun á vef WSJ.

„Þessar kosningar verða ekki eins og áður,“ er haft eftir Mark Zuckerberg. Þar vitnar hann í bæði örðugleika þess að kjósa, vegna heimsfaraldursins, og að meiri líkur séu á að fólk efist trúverðugleika kosninganna núna en áður.