Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt í gær opinn málfund um nýtt frumvarp um breytingar á áfengislögum. Meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum var Ari Matthíasson en hann er stjórnarmaður SÁÁ og framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Hann hefur stundað rannsóknir um samfélagsleg áhrif áfengis- og vímuefnafíknar en hann er með meistaragráðu í heilsuhagfræði.

Í erindi sínu vísaði Ari til rannsókna sem sýna fram á að ein besta forvörnin gegn áfengisdrykkju sé takmarkað aðgengi að áfengi.

Aðrir ræðumenn á málfundinum voru Vilhjálmur Árnason , Ögmundur Jónasson og Pawel Bartoszek .