Auka þarf virðingu fyrir gildi íslenska táknmálsins, að sögn Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðumanns Samskipamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH). Í dag var Dagur íslenska táknmálsins haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Markmið hans er að beina athygli þjóðarinnar að stöðu íslenska táknmálsins,  gildi þess fyrir fólk sem talar táknmál, þörfinni fyrir að efla málið og auka virðingu þess.

Tæp tvö ár eru síðan lög tóku gildi um stöðu íslenskrar tungu og táknmálsins. Þau urðu að lögum 7. júní árið 2011. Í kjölfarið var Málnefnd um íslenskt táknmál skipuð. Málnefndin ákvað að halda upp á dag íslenska táknmálsins einu sinni á ári og að það yrði gert á afmælisdegi Félags heyrnarlausra þann 11. febrúar.

Í tilefni af deginum var kynnt nýtt smáforrit; Táknmálsorðabók og þekkingarbrunnur ( SignWiki ) íslensks táknmáls í síma og spjaldtölvur. Forritið er með 3700 táknum og gerir það notendum kleift að fletta upp íslenskum orðum og þýða á íslenskt táknmál í snjallsímum og spjaldtölvum.

Árný Guðmundsdóttir  og  Svava Jóhannesdóttir eru ritstjórar SignWiki og kynnti Árný smáforritið og nýjungar á SignWiki. Í lokin söng Kolbrún Völkudóttir lag Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, á íslensku táknmáli en það má einnig finna á ca. 2:29 á þessari vefslóð: http://www.signwiki.is/index.php/Grunnsk%C3%B3lar_efra_stig

Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður SHH býður fólk velkomið.
Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður SHH býður fólk velkomið.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður SHH býður fólk velkomið.

SignWiki-teymið: Frá vinstri Svava Jóhannesdóttir, Árný Guðmundsdóttir, Valgerður Stefánsdóttir, Helgi már Erlingsson  og Davíð Bjarnason
SignWiki-teymið: Frá vinstri Svava Jóhannesdóttir, Árný Guðmundsdóttir, Valgerður Stefánsdóttir, Helgi már Erlingsson og Davíð Bjarnason
© Aðsend mynd (AÐSEND)
SignWiki-teymið: Frá vinstri Svava Jóhannesdóttir, Árný Guðmundsdóttir, Valgerður Stefánsdóttir, Helgi Már Erlingsson  og Davíð Bjarnason.

© Aðsend mynd (AÐSEND)
Gestir fylgdust með því þegar smáforritið var kynnt á degi íslenska táknmálsins.