*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 21. júlí 2018 10:52

Takumi tryggir áframhaldandi fjármögnun

Hugbúnaðarfyrirtækið Takumi hefur tryggt sér 420 milljón króna fjármögnun í annarri lotu. 40 manns starfa hjá félaginu, þar af 9 á Íslandi.

Ritstjórn
Guðmundur Eggertsson, Jökull Sólberg og Mats Stigzelius, stofnendur Takumi.
Aðsend mynd

Hugbúnaðarfyrirtækið Takumi International ltd. hefur tryggt sér svokallaða „Series B“ fjármögnun, sem er önnur lota fjármögnunar fyrir sprotafyrirtæki. Fjármögnunin kemur frá breskum og bandarískum sjóðum og nemur 420 milljónum króna.

Takumi var stofnað árið 2015 og rekur markaðstorg fyrir auglýsendur og áhrifavalda á instagram. Stofnendur fyrirtækisins eru Guðmundur Eggertsson, Jökull Sólberg og Mats Stigzelius, og fyrirtækið er með 40 starfsmenn, þar af 9 á Íslandi.

Í tilkynningu um málið segir Jökull Sólberg, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, fjármagnið verða notað til að styrkja forritarateymið í Reykjavík, og áframhaldandi vöxt á Bandaríkjamarkaði. Þá er Takumi sagt njóta góðs af örum vexti áhrifavaldamarkaðssetningar og mikilli útbreiðslu Instagram, sem er í eigu Facebook, en mánaðarlegur notendafjöldi Instagram er yfir milljarður.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is