Petrea I. Guðmundsdóttir, forstjóri Tals, segir í skriflegu svari til Viðskiptablaðsins að fyrirtækið hafi svarað bréfi sem sent var til Tals frá Netflix þar sem farið var fram á að Tal hætti að nota nafn Netflix við auglýsingar á sinni þjónustu.

Hafa ekkert að fela

Síminn
Síminn
© None (None)

Bréf Netflix til Tals var birt í auglýsingu SMÁÍS sem birtist í Fréttablaðinu og Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um liðna helgi. Petrea staðfestir að fyrirtækinu hafi borist sambærilegt bréf því sem birt var í auglýsingunni og segir að Tal hafi svarað bréfinu fimm dögum síðar. „Þann 27. janúar sendum við bréf til Netflix, þar sem við útskýrðum að við nefnum Netflix og Hulu í kynningu okkar á Lúxusnetinu. Þó að minnst sé á þessar VOD þjónustur í okkar kynningarefni þá er skýrt tekið fram að Tal hefur ekki milligöngu um sölu á þessu efni og ekkert viðskiptasamstarf sé á milli félaganna. Að lokum lögðum við áherslu á að ef Netflix telji að við höfum ekki gengið nógu langt í okkar útskýringum séum við öll af vilja gerð að vinna það í samvinnu við þá,“ segir Petrea. Hún segir að Tal hafi ekkert að fela í málinu og það vinni áfram eftir sinni bestu sannfæringu og í samráði við lögmann fyrirtækisins.

Rúmlega mánuður er liðinn frá því að Tal svaraði bréfi Netflix en Petra staðfesti við Viðskiptablaðið að ekkert svar hefði borist frá bandaríska fyrirtækinu. Í bréfi Netflix er beðið um að Tal hætti notkun á nafni Netflix á vefsíðu Tals.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .