Dómstóll í Tyrklandi hefur samþykkt fangelsun 17 grunaðra í tengslum við sjálfsmorðsárásirnar sem gerðar voru á flugvellinum við Istanbúl sem kostaði 45 manns lífið og særði hundruði.

Rússneskir borgarar

Voru 11 þeirra handteknu útlendingar, en fangelsun þessara 17 bætist við 13 sem settir voru í fangelsi á sunnudag.

Þessir 17 eru sakaðir um að vera meðlimir í hryðjuverkasamtökum, en opinberir aðilar í Tyrklandi eru fullvissir um að meðlimir hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið, sem stundum er kallað ISIS eða daesh, standi fyrir árásunum.

Í árásinni byrjuðu þrír árásamenn á að skjóta á saklausa borgara fyrir utan flugvellinn áður en tveir héldu inn á flugvöllinn og sprengdu sjálfsmorðsprengjur. Sprengdi sá þriðji sig við innganginn að komusal alþjóðaflugs. Eru tveir árásamannanna taldir hafa verið ríkisborgarar í Rússlandi.