Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson fór á kostum á IBM Mainframe 50 afmælisráðstefnu Nýherja þegar hann rifjaði upp tölvurnar í lífi sínu, þar á meðal Sinclair Spectrum frá 1982. Þorsteinn sagði m.a. sögu af langafa sínum sem var einn sá fyrsti sem tengdi ljósaperu á heimili sitt og spáði í það hvar hann hefði endað ef hann hefði haldið áfram að forrita dyrabjölluhljóð á Sinclair Spectrum tölvuna sem hann eignaðist árið 1982.

Þorsteinn sló tóninn fyrir ráðstefnuna, þar sem rætt var stórtölvuna (IBM Mainframe), sem var fyrst tekin í notkun fyrir 50 árum. 92% allra stærstu banka heims og 90% af Fortune 500 (500 stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum) nota Mainframe í dag. Þá kemur Mainframe að nærri öllum kreditkortafærslum sem eiga sér stað í heiminum.

IBM System/360 var fyrst tekin í notkun á Íslandi árið 1966 en það var hjá Landsbanka Íslands. Tveimur árum síðar tóku Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborg slíkan búnað í notkun.

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í tilefni dagsins. Þar má m.a. sjá tvo forstjóra Nýherja, þá Frosta Sigurjónsson, nú þingmann Framsóknarflokksins, og Finn Oddsson, sem nú er forstjóri Nýherja.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)