Englandsbanki hefur varað við að ýmis ljón kunni að vera á vegi breskra efnahagsmála á næsta ári. Sérfræðingar segja að yfirlýsingin bendi til að bankinn muni lækka vexti.

Í nýrri verðbólguskýrslu bankans sem gefin er út ársfjórðungslega er gert ráð fyrir að hægja muni á hagvexti 2008 og að verðbólga muni aukast.

Gengi pundsins hefur lækkað lítillega í dag gagnvart evrunni, Bandaríkjadal og japanska jeninu.