Gengi hlutabréfa í breska lággjaldaflugfélaginu easyJet hækkaði um rúm 11% á föstudaginn í síðustu viku vegna orðróms um að FL Group væri að auka við hlut sinn í félaginu, segir í frétt breska dagblaðsins The Daily Telegraph.

Í fréttinni segir að talið sé að verbréfafyrirtækið Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbanka Íslands, hafi verið falið að kaupa þrjár milljónir hluta í easyJet.

Viðmælendur blaðsins segja að þó að líklegt sé að félagið hafi aðeins aukið eignarhlut sinn um 0,75% þá búast margir við yfirtökutilraun. Fyrir viðskiptin, ef af þeim hefur orðið, átti FL Group 13,1% hlut í easyJet.