Landsframleiðsla hér á landi er talin hafa dregist saman um 3,6% að raungildi frá 4. ársfjórðungi 2008 til 1. ársfjórðungs 2009.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar en út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um landsframleiðslu á 1. ársfjórðungi 2009.

Þar kemur fram að á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 3,3% þar sem einkaneysla jókst um 1,7%, fjárfesting dróst saman um 31,3% og samneyslan um 2,2% frá 4. ársfjórðungi 2008 til 1. ársfjórðungs 2009. Þá er talið að útflutningur hafi dregist saman um 1,9% en innflutningur aukist um 7,8%.

Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxtinn milli samliggjandi ársfjórðunga, ekki ára