Breskir fjölmiðlar telja að ráðning Mike Shearwood til Mosaic Fashion sé vísbending um að ætlunin sé að skrá félagið að nýju á London Stock Exchange.

Ráðning Sherwood vakti nokkra athygli en hann hefur stýrt tískuverslunarkeðjunni Zara í Bretlandi. Samkvæmt frétt breska dagblaðsins Daily Mail þá mun Shearwood varða forstjóri félagsins og núverandi forstjóri, Derek Lovelock, mun færast upp í starf stjórnarformanns en Stewart Binnie hefur gegnt því starfi frá því Mosaic var skráð í Kauphöll Íslands í júní 2005.

Heimildir Daily Mail segja að þetta sé vísbending um að ætlunin sé að fleyta félaginu aftur á markað og telja líklegt að það verði gert innan tveggja ára.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.