Talið er að smásala í Bandaríkjunum muni halda áfram að dragast saman og að samdrátturinn muni nema allt að 4% milli ársfjórðunga á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, þrátt fyrir útsölur.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ShopperTrak, sem mælir bæði smáverslun eftir tölum frá birgjum og verslunum en stofnunin mælir einnig fjölda viðskipavina í verslanir.

Samkvæmt tilkynningu frá ShopperTrak í dag lítur allt út fyrir að fjöldi viðskiptavina muni minnka um 16,4% á fyrsta ársfjórðungi.

ShopperTrak gefur sér þær forsendur að vaxandi atvinnuleysi, ótti um atvinnumissi, aukin nauðungaruppboð og óvissa í efnahagslífinu almennt muni gera það að verkum að einstaklingar muni spara fjármagn sitt frekar en að eyða því.

Bill Martin, annar stofnenda ShopperTrak segir í samtali við Reuters fréttastofuna að jafnvel þótt svo að einstaklingar muni nýta sér útsölur til að verða sér úti um vörur með ódýrari hætti þá bendi smásala síðustu tveggja vikna til þess að fólk muni eyða mun minna.