Seðlabanki Þýskalands varar við því að þýska hagkerfið gæti hægt á sér á þriðja ársfjórðungi. Frá þessu er greint fréttabréfi IFS Greiningar.

Minnkandi eftirspurn er eftir útflutningsvörum sem framleiddar eru í Þýskalandi. Einnig hafði iðnaðarframleiðsla í júlí ekki dregist eins mikið saman í 23 mánuði og útflutningur hefur ekki lækkað jafn mikið síðastliðið ár.