Hagnaður Talnakönnunar ehf. nam 5,4 milljónum króna á síðasta ári, en það er öllu betri niðurstaða en árið 2012 þegar hagnaðurinn nam 74 þúsund krónum.

Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur samstæðunnar 238,9 milljónum króna á árinu. Eignir samstæðunnar námu 56,5 milljónum króna í árslok en skuldir voru 47,4 milljónir króna. Nam eigið fé í lok ársins því um 9,1 milljón króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 16,2%.

Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 23, en einn hluthafi á meira en 10% hlutafjárins. Það mun vera Benedikt Jóhannesson sem jafnframt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.