Talsvert dró úr gjaldþrotum fyrirtækja hér á landi í fyrra. Þau voru 1.112 og var það 30% fækkun á milli ára. Flest fyrirtækin sem urðu gjaldþrota voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, að því er fram kemur í Landshögum 2013, hagtöluárbók Hagstofu Íslands. Bókin kom út í dag.

Í ritinu má skoða eitt og annað um land og þjóð í tölum.

Hagstofan segir á vef sínum að nýjasta eintak Landshaga sé til sölu í öllum helstu bókaverslunum. Ritið má jafnframt nálgast hér .