Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir ríka ástæðu fyrir stjórnvöld að fresta nauðungarsölum á eignum fólks sem eiga má von á leiðréttingu lána sinna síðar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag.

Þar kom einnig fram að bankar séu ekki bótaskyldir gagnvart þeim sem missa hús sín á nauðungarsölu, þótt lánin fái síðar leiðrétt. Gangi bankar að eignum fólks með nauðungarsölu, vegna krafna sem dómstólar dæma síðar ólöglegar, bera bankarnir ríka bótaskyldu gagnvart þeim sem misst hafa hús sín. Þetta er meðal röksemda gegn því að fresta nauðungarsölu með lagasetningu í þeim tilfellum þegar lagaleg óvissa ríkir um lánin.