Talsmaður neytenda mun ekki aðhafast frekar vegna of seinnar tilkynningar Símans um verðbreytingar til viðskiptavina sinna.

Í frétt á vefsíðu talsmanns segir að hann og Síminn séu samstíga í áliti sínu á því hvernig tilkynningum um verðhækkanir um verðhækkanir beri að haga.

Í heimabönkum viðskiptavina og á útsendum reikningum þann 6.maí síðastliðinn kom fram að verð á þjónustu vegna heimasína og farsíma myndi breytast. Viðskiptavinir voru jafnframt hvattir til að kynna sér breytingarnar. Því hafi viku vantað upp á hæfilegan fyrirvara á tilkynningu Símans.

Í fréttabréfinu Síminn til þín sem Síminn sendi viðskiptavinum sínum þann 9.maí síðastliðinn birtust einnig upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar.

„Samkvæmt þessu skorti um viku upp á að tilkynning um hækkun verðskrár Símans hafi borist neytendum með þeim 30 daga fyrirvara sem áskilinn er í tilmælum talsmanns neytenda sem fyrirtækið féllst á. Var talsmanni neytenda ekki gerð grein fyrir þessu fyrirfram,” segir í fréttinni.