Að áliti talsmanns neytenda er hæpið að halda því fram að niðurfærsla skulda neytenda sé skattskyld samkvæmt gildandi lögum. Skattlagning færi því í bága við stjórnarskrá þar sem ekki sé um að ræða ívilnun eða „eignaauka“ - heldur staðfestingu á rétti neytenda. Talsmaðurinn telur líklegt „að ekki sé lagastoð fyrir því að skattleggja niðurfærslu eða „afskriftir“ skulda neytenda sem stjórnvöld og fjármálastofnanir hafa ýmist þegar ákveðið eða áforma.“

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, bendir á að þar sem afturvirk skattlagning sé óheimil samkvæmt stjórnarskrá verði slík skattlagning heldur ekki ákveðin með lögum nú.

Meðal röksemda talsmanns neytenda eru annars vegar hefðbundin skattaréttarleg sjónarmið um að eftirgjöf sannanlega tapaðra skulda sé almennt ekki talin skattskyld að lögum. Hins vegar byggir hann niðurstöðu sína á þeirri rökstuddu afstöðu að neytendur eigi lagalegan rétt á niðurfærslu reiknaðra skulda; þar vísar talsmaður neytenda til tillögu sinnar frá